Sækja um húsnæðisbætur

Sótt er um húsnæðisbætur með því að skrá sig inn á mínar síður
Hægt er að sækja um húsnæðisbætur rafrænt með því að skrá sig inn á ,,mínar síður". Réttur til greiðslu húsnæðisbóta myndast í þeim almanaksmánuði sem umsókn er móttekin séu skilyrði laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur uppfyllt. Ekki er þó hægt að tryggja að greiðsla húsnæðisbóta verði greidd um mánaðarmótin þar á eftir vegna umsókna sem berast eftir 20. hvers mánaðar.


Smelltu hér til að sækja um húsnæðisbætur

Athugaðu að  til þess að hægt sé að sækja um húsnæðisbætur þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. 

Smelltu hér til að sækja um Íslykil
Smelltu hér til að sækja um rafræn skilríki

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig sækja á um Íslykil:

Leiðbeiningar á íslensku

Instructions in English

Instrukcja w jezyku Polskim

English translation – Calculation for housing benefits 2018


Rafrænt umsóknarferli

Þegar umsækjandi hefur lokið við að senda inn umsókn á mínum síðum fær hann sendan tölvupóst til staðfestingar. Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda í gegnum mínar síður og það netfang sem umsækjandi skráði í umsókn.

Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem sjóðurinn sendir honum á rafrænu formi og við bendum á að sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til þess að umsókn verði synjað. 

Allir heimilismenn, eldri en 18 ára, þurfa svo að skrá sig inn á mínar síður og veita umboð fyrir því að Íbúðalánasjóður afli nauðsynlegra upplýsinga og gagna til að afgreiða umsókn um húsnæðisbætur.

Þegar umbeðin gögn og umboð hafa borist er umsóknin tekin til afgreiðslu. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Farið er yfir umsóknir og bótaréttur metinn. Ef ekki er óskað frekari upplýsinga eða gagna frá umsækjanda eða heimilismönnum er umsókn afgreidd. Greiðslur húsnæðisbóta hefjast fyrsta dag næsta almanaksmánaðar eftir að umsókn er samþykkt.

Athygli er vakin á því að heimilt er að synja umsókn um húsnæðisbætur hafi nauðsynlegar upplýsingar og gögn ekki borist innan 45 daga frá þeim degi er umsóknin barst.

Umsóknir á pappírsformi

Í tenglunum hér að neðan er hægt að nálgast umsóknareyðublað á pappírsformi og umboð frá heimilismanni ef það á við. Við mælum þó eindregið með að sótt sé um rafrænt.

Íbúðalánasjóður mun sækja upplýsingar um þinglýsta leigusamninga rafrænt og því þurfa eftirfarandi umsækjendur ekki að skila afriti af húsaleigusamningi:

- Umsækjendur sem leigja íbúðarhúsnæði á hinum almenna leigumarkaði og eru með þinglýsta leigusamninga.

- Umsækjendur sem leigja íbúðarhúsnæði í eigu ríkis eða sveitarfélags.

- Námsmenn, 18 ára og eldri, sem taka á leigu herbergi eða íbúð á heimavist eða námsgörðum sem tengjast viðurkenndum menntastofnunum innan hins almenna menntakerfis. Þessi regla gildir þó ekki um námsmenn sem leigja herbergi „úti í bæ“ eða hluta af íbúð á hinum almenna leigumarkaði.

- Þeir sem eru í húsnæðisúrræði fatlaðs fólks skv. 10.gr. laga um málefni fatlaðs fólks.

- Þeir sem hafa tímabundin afnot af húsnæði til eigin nota í kjölfar nauðungarsölu. Ákvörðun sýslumanns þess efnis þarf þá að liggja fyrir.  


Einungis þeir sem leigja húsnæði á áfangaheimili þurfa að skila inn afriti af skriflegum leigusamningi með umsókn.


Umsóknareyðublað


Ef heimilismenn óska eftir að senda inn samþykki sitt til upplýsingaöflunar og/eða uppfæra tekjuáætlun á pappírsformi þá fylla þeir út neðangreint form.

Umboð heimilismanns


Hér að neðan er umboð til útfyllingar fyrir þá sem sækja um fyrir hönd leigutaka.

Umboð


Hér má nálgast eyðublað vegna umsóknar um niðurfellingu skuldar vegna ofgreiddra húsnæðisbóta.

Umsókn um niðurfellingu á skuld vegna ofgreiddra húsnæðisbóta

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira