Afgreiðsla húsnæðisbóta hafin

23.1.2017

Nú eru starfsmenn Greiðslustofu húsnæðisbóta byrjaðir að afgreiða umsóknir um húsnæðisbætur. Við hverja afgreiðslu fá umsækjendur tölvupóst ef um rafræna umsókn er að ræða en annars er bréf sent heim í pósti. Bréfið inniheldur ákvörðun Greiðslustofu húsnæðisbóta og útreikning byggðan á gefnum forsendum. Við biðjum alla að sýna biðlund þar sem mikið álag er á starfsfólk okkar og við reynum að svara öllum þeim fyrirspurnum sem okkur berast eftir bestu getu. Með góðri kveðju frá starfsfólki Greiðslustofu húnsæðisbóta. 

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira