Grunnfjárhæðir og frítekjumörk húsnæðisbóta hækka

12.1.2018

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra staðfesti breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur þann 29. desember 2017, sem hækkar grunnfjárhæðir og frítekjumörk húsnæðisbóta. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2018, en með þessari breytingu hækka grunnfjárhæðir húsnæðisbóta sem notaðar eru til útreiknings og þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta.

Með breytingunni verða grunnfjárhæðir (hámarksbætur) og frítekjumörk eftirfarandi:

Grunnfjárhæð húsnæðisbóta 2018

Fjöldi heimilismanna

á ári

á mánuði

1

389.520

32.460

2

515.172

42.931

3

603.132

50.261

>4

653.388

54.449

Frítekjumörk 2018

Fjöldi heimilismanna

á ári

á mánuði

1

3.622.600

301.883

2

4.791.180

399.265

3

5.609.187

467.432

>4

6.076.620

506.385

Athygli er vakin á því að ofangreindar breytingar geta haft áhrif á sérstakan húsnæðisstuðning. Öllum fyrirspurnum varðandi sérstakan húsnæðisstuðning skal beina til viðkomandi sveitarfélags.

 

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira