Fjármagnstekjur teljast til skattskyldra tekna

11.5.2017

Vinnumálastofnun vill með erindi þessu vekja athygli þína á því að fjármagnstekjur eru skattskyldar tekjur og eru teknar með í útreikningi húsnæðisbóta.

Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi vaxtatekjur, arður, leigutekjur, söluhagnaðar og aðrar eignatekjur. Fjármagnstekjur teljast til tekna á því ári sem þær falla til og ber öllum þeim sem eru að fá greiddar fjármagnstekjur að tilkynna Vinnumálastofnun um þessar tekjur líkt og gert er með aðrar skattskyldar tekjur.

Umsækjendur og/eða heimilismenn geta tilkynnt Vinnumálastofnun um tekjur og eignir með því að skrá sig inn á ,,mínar síður“ á husbot.is og velja kassann ,,breyta tekjum og eignum“.

Þeir sem eru ekki með rafræn skilríki eða íslykil geta sent upplýsingar með tölvupósti á husbot@vmst.is eða í pósti á Greiðslustofu húsnæðisbóta, Ártrogi 1, 550 Sauðárkróki.

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira