Frítekjumörk húsnæðisbóta hækka

5.4.2017

Samkvæmt ákvörðun félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteins Víglundssonar, þann 5. apríl 2017, munu frítekjumörk húsnæðisbóta hækka fyrir árið 2017.
Hækkunin mun gilda afturvirkt frá 1. janúar 2017 fyrir umsóknir sem samþykktar voru í janúar, febrúar og mars 2017. 

Inneignir sem myndast vegna endurútreiknings í kjölfar ofangreindra breytinga verða greiddar í sérstakri greiðslu í síðasta lagi 30. apríl næstkomandi.

Unnið er að breytingum á tölvukerfi húsnæðisbóta og biðjum við því umsækjendur um að sýna biðlund.


Nánari upplýsingar um breytingar á frítekjumörkum húsnæðisbóta fyrir árið 2017:
Einn heimilismaður:
Frítekjumark fyrir breytingu var kr. 3.100.000 á ári. Frítekjumark eftir hækkun verður kr. 3.373.000 á ári eða 281.083 kr. á mánuði.
Tveir heimilismenn: 
Frítekjumark fyrir breytingu var kr. 4.100.000 á ári. Frítekjumark eftir breytingu verður kr. 4.461.064 á ári eða 371.755 kr. á mánuði.
Þrír heimilismenn: 
Frítekjumark fyrir breytingu var kr. 4.800.000 á ári. Frítekjumark eftir breytingu verður kr. 5.222.710 á ári eða 435.226 kr. á mánuði.
Fjórir og fl. heimilismenn: 
Frítekjumark fyrir breytingu var kr. 5.200.000 á ári. Frítekjumark eftir breytingu verður kr. 5.657.936 á ári eða 471.495 kr. á mánuði.

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira