Greiðsla húsnæðisbóta

28.4.2017

Í dag greiddi Greiðslustofa húsnæðisbóta 14.223 umsækjendum rúmlega 447 milljónir kr. í húsnæðisbætur vegna apríl 2017.
Í 93% tilvika breytist bótafjárhæð ekki milli mánaða eða bótafjárhæð hækkar (þ.m.t. nýjar umsóknir).

Meðalbótafjárhæð fyrir apríl er kr. 31.633.

Greitt var einnig vegna leiðréttingar sem stöfuðu af ákvörðun ráðherra að hækka frítekjumörk og nam sú upphæð 56 milljónum kr.

Heildargreiðsla húsnæðisbóta fyrir aprílmánuð 2017 nam því rúmlega hálfum milljarði króna (kr. 503.000.000).

Með góðri kveðju,
Starfsfólk Vinnumálastofnunar - Greiðslustofu húsnæðisbóta.

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira