Greiðslustofa húsnæðisbóta opnuð formlega

23.11.2016

Greiðslustofa húsnæðisbóta var opnuð formlega á Sauðárkróki á mánudaginn. Það var Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks Norðvesturkjördæmis sem opnaði umsóknarvefinn en hún starfaði í nefnd sem undirbjó hin nýju lög sem taka gildi 1. janúar nk. 

Á myndinni sést Elsa Lára ýta á hnapp nýja umsóknarvefsins en með henni á myndinni eru Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þór Reykdal, forstöðumaður hinnar nýju stofnunar og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, en Vinnumálastofnun sér um framkvæmd húsnæðisbóta. Myndina tók Kristín Einarsdóttir hjá Feyki.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á www.husbot.is.


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira