Tilkynning til námsmanna

12.5.2017

Vinnumálastofnun vill með erindi þessu vekja athygli þína á því að allar skattskyldar tekjur eru teknar með í útreikning húsnæðisbóta.

Í 17. gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur kemur fram að allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á grunnfjárhæðir húsnæðisbóta. Samkvæmt ákvæðinu byrja húsnæðisbætur að skerðast fari skattskyldar tekjur umfram nánar skilgreind frítekjumörk á meðan leigutímanum stendur.

Frítekjumörk húsnæðisbóta miðað við árstekjur eru sem hér segir:

Fjöldi heimilismannaFrítekjumörk
13.373.000 kr.
24.461.064 kr.
35.222.710 kr.
4 eða fleiri5.657.936 kr.

Til að ekki komin til ofgreiðslu á húsnæðisbótum er mikilvægt að námsmenn veiti Vinnumálastofnun eins nákvæmar upplýsingar og kostur er á um mánaðarlegar tekjur á því tímabili sem þeir eru að leigja.

Námsmenn sem hafa mjög breytilegar tekjur á meðan leigutímanum stendur geta óskað eftir því að raunhæf tekjuáætlun sé gerð þar sem heildartekjur eru dreifðar jafnt niður á þá mánuði sem viðkomandi er að leigja.

Hægt er að veita upplýsingar um tekjur og eignir með því að skrá sig inn á ,,mínar síður“ á husbot.is og velja kassann ,,breyta tekjum og eignum“. Þeir sem eru ekki með rafræn skilríki eða íslykil geta sent upplýsingar með tölvupósti á husbot@vmst.is eða í pósti á Greiðslustofu húsnæðisbóta, Ártrogi 1, 550 Sauðárkróki.

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira