Persónuvernd

Persónuvernd

Íbúðalánasjóði er umhugað um persónuvernd í starfsemi sinni og leggur áherslu á að lögmæta, sanngjarna og gagnsæja meðferð persónuupplýsinga. Hjá sjóðnum skal unnið með eins lítið af persónuupplýsingum og þörf krefur á grundvelli hins lögbundna hlutverks hans.


Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Íbúðalánasjóðs er sett í þágu skráðra einstaklinga hjá sjóðnum. Þar má fá upplýsingar um stefnu sjóðsins hvað varðar persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. söfnun þeirra, varðveislu og öryggi.


Persónuupplýsingar

Inn á Mínum síðum Íbúðalánasjóðs er unnt að óska eftir aðgang að eigin persónuupplýsingum og upplýsingum um vinnslu þeirra.


Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður hjá sjóðnum með íslykli eða rafrænum skilríkjum.


Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Íbúðalánasjóðs tekur við fyrirspurnum og ábendingum sem einstaklingar kunna að hafa varðandi persónuvernd hjá sjóðnum persona@ils.is

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira